Fréttir fyrir grunnskóla

Hér verður hægt að nálgast nýjustu fréttir af framgangi persónuverndarvinnu fyrir grunnskóla.

Persónuvernd fellst á innsend skjöl

Borist hefur bréf frá Persónuvernd, þar sem stofnunin lýsir því yfir að máli nr. 2015/1203 hafi verið lokað. Það þýðir að stofnuninni hafi borist fullnægjandi svör frá þeim fimm grunnskólum sem lentu í úttekt stofnunarinnar árið 2015. Skjöl, sem send voru Persónuvernd í október 2018 og voru hluti af ráðgjöf Marinós G. Njálssonar fyrir grunnskólana, hafa því verið uppfærð á síðu verkefnisins. Eru skólarnir hvattir til að nálgast nýjar útgáfur skjalanna þar.

Vegna þess hve það dróst að fá niðurstöðu Persónuverndar hefur verið ákveðið að síða verkefnisins verði opin a.m.k. fram til 1. júlí 2019. Þá verður aðgangur að henni lokaður með því að skipta um aðgangsorð.

Marino G Njalsson