Sveitarfélög

Áhættumat og áfallaþol

 

Um síðuna

Á þessari síðu eru birtar upplýsingar sem sérstaklega eru ætlaðar sveitarfélögum og sveitarstjórnarfólki vegna áhættustjórnunar og áfallaþols. Neðar á síðunni er hlekkur í kynningu sem útbúin var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga í log ágúst 2024.

Reynt hefur mikið á áfallaþol ansi margra sveitarfélaga á síðustu mánuðum og árum. Enga þó meira en Grindvíkinga. En, hve mörg sveitarfélög gætu lent í alvarlegum áföllum? Hver væru þessi alvarlegu áföll? Er búið að greina líkurnar á þeim og alvarleika? Hvað með stigmögnun og margbreytileika?

Tekið hefur verið saman skjal, þar sem gerð er tilraun til að skoða sem flest af þeim áföllum sem hent gætu sveitarfélög, hvert í sínu lagi. Eftir því sem tilefni þykir er sveitarfélögum skipt upp í þéttbýlisstaði, dreifibýl svæði (stundum fleiri en eitt) og óbyggðir. Fyrir hvert atriði er athugað hvort það eigi við viðkomandi svæði og þá hve alvarleg ógn stafar af atburði eða rofi á þjónustu eða innviðum. Tekið skal skýrt fram að öll tölugildi í skjalinu eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla viðhorf annarra.

Sveitarstjórnir og yfirstjórnir þeirra geta fengið aðgang að umræddu skjali, ósk aðilar eftir því. Er það gert með því að hafa samband við Marinó G. Njálsson á netfangið oryggi@internet.is og verður þá sá hluti skjalsins, sem nær yfir sveitarfélag þess sem hefur samband, sent viðkomandi, eins fljótt og hægt er, án nokkurrar skuldbindingar um samstarf. Tekið skal fram, að skjalið er bara fyrsti hluti mun umfangsmeiri vinnu, sem Marinó er að sjálfsögðu tilbúinn að taka þátt í.

Hugmynd að vinnu vegna mats á áfallaþoli og áhættustjórnun var kynnt fyrir starfsmanni Sambandi íslenskra sveitarfélaga í ágúst 2024. Hægt er að nálgast kynningarefni með því að smella hér: Kynning - Áfallaþol og áhættustjórnun fyrir sveitarfélög

Lesefni um áhættustjórnun:

Áhættustjórnun, áfallaþol og hættumat

Almennt um áhættustjórnun og algeng mistök (birt 7. janúar 2020)

Hugsanlegt eldgos á Reykjanesskaga (birt 29. janúar 2020)